föstudagur, 7. nóvember 2008

Nýlega datt mér í hug að stytta á mér hárið. Ég hugsaði; hvernig ætli ég myndi líta út þannig? Jafnvel alveg krúnurakaður?

Það er erfitt að komast að því nema láta verða af því. En sem betur fer fann ég síðu á netinu sem gat hjálpað.

Nákvæmlega svona lít ég út þessa stundina:



Svona lít ég svo út ef ég klippi það styttra:

Eyrun koma í ljós = vont.

Sem betur fer hafði ég þetta forrit til að kanna útlit mitt, því ef ég hefði krúnurakað mig hefði ég litið svona út:

Eyrun sjást of vel og augun yrðu brún.

Þar slapp ég fyrir horn. Takk andlitsgerðarsíða!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.