fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Hér eru fréttir dagsins:

* Körfuboltalið mitt, UMFÁ, keppir í bikarkeppninni í ár. Við drógumst gegn ÍBV, í eyjum núna á föstudaginn. Þetta er minnsti fyrirvari, svo sannað sé, í heimi. Næsti deildarleikur er svo á mánudaginn. NBA lið keppa færri leiki en við, gróflega áætlað.

* Peugeot bifreið mín, sem hefur kostað mig samtals um 1,5 milljarð króna í viðgerðarkostnað frá því ég keypti hana fyrir 3 árum, komst í gegnum skoðun í dag án athugasemda. Það eina sem þurfti til að ná þessum frækna árangri var 40.000 króna viðgerð, blindan og lamaðan skoðunarnáunga og dýrafórn til Bifreiðaskoðunarguðsins.

* Ég var í fríi í dag. Þá á ég bara 4 vikur og 4 daga eftir af sumarfríinu mínu, sem ég verð að taka síðar. Jafnvel næsta sumar.

* Þessi færsla er skrifuð í Chrome vafranum frá Google. Mæli með honum.

* Hljómsveitin Siriusmo er nýjasta æðið hjá mér. Ef öll þrjú lögin sem ég á með henni væru hnefar og eyrun á mér andlit, þá væri það með opið beinbrot ca núna. Hér er hljóðdæmi:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.