Mér hefur tekist hið ómögulega; að eyða ekki krónu í dag, laugardaginn 8. nóvember 2008.
Það eina sem þurfti var:
* Gríðarlegan sjálfsaga.
* Að halda mér mjög uppteknum í allan dag.
* Smá töfraþulu.
* Að kaupa allt sem ég þurfti í dag í gær, t.d. 3 kg af nammi og 0,5 kg af mat.
Með öðrum orðum; ég er kominn með hálstak á kreppuna og stefni á að snúa hana niður, kviknakinn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.