Það er vægast sagt nóg að gera hjá mér þessa dagana. Fyrir utan hefðbundinn dag sem felur í sér vinnu, ræktina og/eða körfuboltaæfingu þá:
* Arthúr strípur 3x í viku.
* Er að smíða nýja síðu tengda Arthúr. Meira um það síðar.
* Á að vera að smíða nýja síðu fyrir UMFÁ. Hef ekki haft mikinn tíma undanfarið. Sé þó um að uppfæra núverandi síðu.
* Ég og Jónas gerðum 4ra blaðsíðna gestastrípu fyrir Hugleik, um eineygða köttinn Kisa sem mun birtast í nýjustu bók Hugleiks; Eineygði kötturinn Kisi og ástandið.
* Er að verka kannanir og rannsóknir fyrir ýmis félög gegn vægri þóknun.
* Er/var að hjálpa 3 aðilum með bókfærslu/excel/tölfræði vegna náms.
* Er í stjórn UMFÁ.
* Á Facebook reikning, sem felur í sér Facebook vafr.
* Er með bíófíkn á háu stigi, sem veldur því að ég verð að fara í bíó amk 3x í viku, annars fæ ég blóðnasir.
Þetta ætti útskýra af hverju ég...
...hef ekki talað við fjölskyldu mína í marga mánuði.
...drap þennan kettling um daginn og át.
...keyri alltof alltof hratt.
...er alltaf þreyttur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.