sunnudagur, 19. október 2008



Út er komin ný ljóðabók. Ekki aðeins er hún vel samin, skemmtileg, fyndin og með flottri kápu heldur er hún líka samin af bróðir mínum, Björgvini Gunnarssyni, einnig þekktur sem Lubbi Klettaskáld. Bókin ber nafnið Kvæðahver.

Þetta er ekki fyrsta bók Björgvins og ekki önnur. Ekki heldur sú tólfta, heldur sú fjórða í röðinni. Hér er útgáfulisti hans:

1998 - Kvæða hver?
2000 - Skrafl (með Þorbirni frá Klöpp)
2003 - Svart á hvítu
2008 - Kvæðahver

Allavega, nýja bókin kostar kr. 2.000 og er hægt að nálgast hjá Björgvini bróðir í netfangið bjg8@hi.is eða í síma 866 2066.

Mæli mjög með þessari bók. Svo mjög að ég er tilbúinn að setja myndband við lagið Det snurrar i min skalle (Ísl.: Það snýst í huga mínum) með Familjen hér fyrir neðan, sem tákn um gríðarlega ákefð meðmæla minna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.