Gærdagurinn gat ekki liðið nógu hratt. Ég reyndi að láta hann líða hraðar með ýmsu móti, m.a. með því að ýta jörðinni réttsælis og hlaupa undan sólinni, en allt kom fyrir ekki.
Ástæðan er mjög slæmur hárdagur (ens.: bad hairday). Eftirfarandi háratburðir gerðust:
* Ég gleymdi að setja gel í hárið. Það hlýddi mér ekki það sem eftir lifði dags.
* Í vinnunni spurði samstarfsmaður minn mig hvort ekki væri allt í lagi í einkalífinu í kjölfar hárgreiðslunnar, eða skorti þar á.
* Ég gleymdi svitabandi fyrir körfuboltaæfingu sem heldur hárinu í skefjum. Ekki falleg æfing.
* Hárið var með rætið grín í garð minnihlutahóps á einum tímapunkti, enda gjörsamlega stjórnlaust.
Fleira tengt hárinu á mér gerðist ekki þann daginn. En í dag er risinn nýr dagur með nýjum hárævintýrum. Ég hlakka til að takast á við þau.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.