„Kreppan er skollin á og Íslendingar súpa hveljur og lepja dauðann úr skel. En hlutirnir gætu verið verri. Það gæti allt verið á kaf í snjó og ég stofnandi öllum í lífshættu með því að vera með fullkomlega sléttar túttur undir bílnum mínum.
Engin önnur leið að því að hlutirnir verði verri er möguleg.“
Í kvöld reið svo enn eitt áfallið yfir þjóðina; ég er með stórkostlega sléttar túttur undir bílnum mínum í staðinn fyrir dekk. Og svo fennti Reykjavík og nágrenni í kaf.
Nú væri gott að vera reipisframleiðandi og græða á tá og fingri, hvort sem er á fólki sem er að festa sig út um allt á bílunum eða myntkörfulánafólki.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.