laugardagur, 13. september 2008

Nú fer hver að verða síðastur að eignast börn. Þó aðallega ég, þar sem ég nálgast sextugt með hverjum deginum.

Þá er gott að hugsa um svar við spurningunni; erfðamengi hvaða aðila vil ég spilla með mínu?

Þetta hef ég hugsað í kvöld.

Ég er búinn að fækka möguleikunum í þrjá. Ég bið ykkur, lesendur góðir, að hjálpa mér við valið. Hér eru myndir af væntanlegum afkvæmum:


Barn okkar Scarlett Johannsson; Excel Finnsdóttir.



Barn okkar Sienna Miller; Risahraun Finnsdóttir.



Barn okkar William Shatner; Batman Williamsson.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.