* Sbarro. Ég fór þangað í hræðilegu veðri um daginn með vini mínum. Við fengum einstaklega persónulega þjónustu og góðan og ódýran mat. Þetta er í annað sinn sem ég mæli með þessum skyndibitastað, sem er heimsmet (miðað við höfðatölu).
* Pizza hut Smáralind. Venjulega er þar frekar hæg þjónusta og dauf stemning en um daginn lentum við vinkona mín á einum skemmtilegasta þjóni landsins. Hann var að sjálfsögðu útlenskur. Hann var líka hress, brosti, gríntist og hló á víxl sem olli því að ég mundi næstum hvað hann heitir.
* Eftirfarandi stuðlögum:
1. M.I.A. - Paper planes: Heyrði þetta lag í kynningu á myndinni Pineapple Express og trylltist næstum úr stuði. Mjög öðruvísi lag sem lætur mig langa til að kaupa mér byssu, bara til að geta sungið með viðlaginu.
2. Jean Elan - Where's your head at remix: Passið ykkur að vera ekki á stálbita í 50 metra hæð við að byggja skýjakljúf þegar þið hlustið á þetta lag. Flestir sem hlusta á þetta lag missa jafnvægið úr stuði.
3. Eric Prydz - Pjanoo: Ég skil gremju Eric Prydz þegar hann skrifar Piano viljandi vitlaust, þegar ekki nokkur maður nær að skrifa nafn hans rétt. Allavega, stuðlag. Mjög líklega ástæða þess að píanónemendur hafa sexfaldast síðustu vikurnar [lygi].
4. Duffy - Warwick Avenue: Ef þið viljið bæði í senn gráta og vera í stuði þá er þetta lagið. Svo er þetta fínt lokalag til að róa fólk niður, svo það verði ekki í of miklu stuði við að lesa síðuna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.