Nokkrar fréttir:
* Í kvöld sá ég þátt með Criss Angel, meintum töframanni. Fyrir utan að það er augljóst að maðurinn beitir tæknibrellum og leikurum til að ná fram viðunandi árangri, þá hef ég aldrei séð jafn sjálfdýrkandi fábjána á ævi minni, fyrir utan sjálfan mig. Hver er t.d. tilgangurinn í því að vera ber að ofan ca 90% af þættinum?
Prófið að horfa á einn þátt af Derren Brown og svo einn þátt af Criss Angel. Þið munuð æla blóði af andstyggð yfir Criss Angel og kýla svo í vegg í ca 20 mínútur. Ég lofa því.
* Nú eru fjórar körfuboltaæfingar búnar af tímabilinu. Á þeim hef ég svitnað um 37 lítrum af vatni, 2 lítrum af mæjónesi og hálfum lítra af blóði. Reyndar pissaði ég blóðinu. Mér hefur sjaldan liðið jafn vel í jafn ónýtum líkama. "It hurts so good" (Ísl.: "Baldni folinn") á vel við.
* Fólk er alltaf að spyrja mig hvar ástin sé á þessari síðu. Ég svara yfirleitt að þetta sé tilfinningalaus síða en nú er nóg komið. Hér er ást í formi erótíkur. Af ótta við að dreifa of mikilli ást í einu hef ég þurrkað út ca 95% af allri ást í myndinni.
ATH! Myndin er bönnuð þeim sem eru með gott ímyndunarafl.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.