föstudagur, 15. ágúst 2008

Ég hef sjaldan verið jafn stoltur Íslendingur og þegar Ísland rústar viðbjóðslegum krakkafíflum Bandaríkjanna 12-1 í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í íshokkí, í myndinni Mighty Ducks II.

Ekki aðeins eru Íslendingarnir í svörtum búningum og því mjög töff, heldur er agi þeirra aðdáunarverður og hæfni þeirra á svellinu ótrúleg.

Einhverra hluta vegna virtust yfirburðir Íslendinga ekki nægja gegn handritshöfundum Hollywood og því töpuðum við úrslitaleiknum.

Líklega besti íþróttaárangur Íslendinga, hingað til. Ég verð að hætta að skrifa núna, er að tárast.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.