Pókerklúbburinn BFF kom saman í gærkvöldi hjá Víði og spilaði póker þar til blæddi úr hnefum og augum.
Fréttamaður veftímaritsins Við rætur hugans frétti af þessu og kíkti á svæðið.
Löng saga stutt; eftir ca 6 tíma stóð Maggi Tóka uppi sem sigurvegarinn. Ég segi ekki að hann hafi borgað sig inn oft en hann ávaxtaði fé sitt nettó um 3% eftir kvöldið.
Sá skandall varð að fréttamaður veftímaritsins varð í 2. sæti, við litla hrifningu viðstaddra. Æstur múgurinn varð ekki róaður fyrr en undirritaður hafði lofað að gefa allan ágóða kvöldsins til góðgerðamála.
Í óskyldum fréttum; Veftímaritið Við rætur hugans hefur nú stofnað góðgerðasamtökin „Sveltandi Viðskiptafræðingar“. Frjálsframlög eru vel þegin.
0 athugasemdir:
Ný ummæli eru ekki leyfð.