mánudagur, 7. júlí 2008

Mér finnst rétt að benda lesendum á að það er laust pláss í þrjá klúbba sem ég stunda grimmt. Þeir eru eftirfarandi:

Matarklúbbur
Klúbburinn hittist á skyndibitastað 1-2 sinnum í viku. Skyndibitamatur snæddur.
Aðgangur er ókeypis, fyrir utan að greiða fyrir matinn.

Gönguklúbbur
Klúbburinn hittist í World Class 5-6 sinnum í viku. Gengið er í 10-15 mínútur í senn á hlaupabretti, yfirleitt í 5% halla. Einnig er boðið upp á að hittast fyrir utan bílinn minn hjá 365 kl 9 á morgnanna og ganga upp 4 hæðir. Stundum er lyftan tekin.
Aðgangur er ókeypis.

Bókaklúbbur
Klúbburinn hittist í rúminu mínu í lok hvers dags og bók lesin, þar til einhver stingur upp á svefni.
Aðgangur er 250 krónur skiptið.

Ég hef verið að mæta einn á fundina undanfarið og finnst það ekki nógu góð mæting.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.