mánudagur, 7. júlí 2008

Ég bæti hér með enn einu atriðinu við ókosti þess að drekka áfengi en hér er listinn fyrir viðbótina:

* Þynnka.
* Andleg vanlíðan daginn eftir.
* Peningaeyðsla.
* Málgleði (ókostur fyrir alla viðstadda).
* Stjórnleysi (lesist: dans).
* Svefnleysi.
* Eyðilegging líkamans.
* Hárgreiðslan eyðileggst.
* Blóðugir hnúar.

Og nú:
* Varnir líkamans hverfa.

Ég fæ oftar en ekki flensu eða kvef daginn eftir drykkju. Þessu tók ég eftir á föstudaginn (daginn eftir mjög litla drykkju), hóstandi og hnerrandi úr mér tennurnar. Mjög ánægjuleg viðbót við annars skemmtilegan lista.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.