þriðjudagur, 29. júlí 2008

Mér finnst ég skulda þeim gríðarfjölda sem sendu mér afmæliskveðju í gær greiningu á afmælisdeginum.

Kveðjufjöldinn:

16 á facebook.
14 í persónu.
11 á blogginu.
10 í talsíma.
9 á msn.
6 í gegnum sms.
1 í gegnum e-mail.
1 grein í Mogganum (ef einhver á hana í pdf formi eða moggann + skanna, hafðu samband).

Afmæliskveðjur frá 60 manns alls (8 kveðjur voru endurtekningar)! Líklega heimsmet.


Hápunktar dagsins:

* Hóp-afmælissöngur ca 30 samstarfsmanna í vinnunni. Ekki óspað þessari senu.
* 5 köku veisla í vinnunni í tilefni afmælis.
* Lambi fórnað í vinnunni, mér til heiðurs.
* Stórskemmtileg rækt.
* Afmælisgjöf frá mömmu, pabba, Kollu systir og Árna má. Alltof mikið!
* Ísrúntur með Heiðdísi.
* Skokk um minningagötu.
* Ævintýra margar kveðjur. Og margar þakkir frá mér.

Ég þakka öllum fyrir allt sem gerðist alltaf. Þó sérstaklega í gær.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.