fimmtudagur, 17. júlí 2008

Hér er listi yfir allar myndir í bíói um þessar mundir. Ég hef þróað nýtt fljótvirkara kerfi til að fara yfir þær. Svona er uppsetningin:

* [Nafn á mynd með hlekk á mynd ásamt íslensku nafni]
* [Upplýsingar] [Stjörnur] [Ókeypis í bíó]
Í fyrsta hornklofa táknar X að ég hafi séð myndina og V að ég vilji sjá hana. Restina vil ég ekki hafa nálægt húsi mínu.

Í öðrum hornklofa er einkunnagjöf í stjörnum. 4 er mest 0 er minnst.

Í þriðja hornklofa er merkt við þær myndir sem ég fæ ókeypis fyrir 2 á.
* Að lokum er lítilsháttar umsögn um hverja mynd.

Big Stan
[V] [ - ] [Ó]
Sennilega sæmileg gamanmynd.

Deception
[V] [ - ] [ ]
Veit ekkert um þessa. Vonast eftir nekt.

Hancock
[X] [2,0] [Ó]
Drama/vísindaskáldsaga. Mjög sérstök blanda.

Hellboy II: The Golden Army
[X] [3,0] [Ó]
Flott og illa skrifuð. Skemmtileg.

Indiana Jones IV
[X] [2,5] [ ]
Vísindaskáldsaga umfram allt.

Kung Fu Panda
[V] [ - ] [Ó]
Kadoosh. Nóg sagt.

Mamma mia
[ ] [ - ] [Ó]
Frekar klóra ég úr mér augun.

Meet Dave
[ ] [ - ] [Ó]
Frekar ríf ég úr mér hjartað og ét það.

Sex and the City
[ ] [ - ] [Ó]
Frekar horfi ég á hommaklám.

The Bank Job
[V] [ - ] [ ]
Örugglega fín spennumynd.

The Chronicles of Narnia: Prince Caspian
[ ] [ - ] [ ]
Nei!

The Incredible Hulk
[X] [2,0] [Ó]
Skilur lítið eftir sig.

Wanted
[X] [2,5] [ ]
Bónus útgáfan af Matrix.

Ef einhver vina minna (ef einhver trúir að ég eigi vini) fyllir eftirfarandi skilyrði, hafið samband:

1. Les þetta blogg.
2. Er ennþá vinur minn eftir að hafa rekist á þessa síðu.
3. Vill sjá einhverja mynd sem er merkt V og Ó.
4. Hefur ekkert á móti andstyggilegu útliti eða viðbjóðslegum karakter mínum.
5. Er ekki milljónamæringur og kemst því aldrei í bíó vegna kostnaðar.
6. Notar ekki gleraugu. Ég læt ekki sjá mig með nördum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.