mánudagur, 28. júlí 2008

Þegar þetta er ritað eru:

* 149 dagar til jóla.
* 31 dagur í tónleika Sebastien Tellier í Öskjuhlíðinni, sem ég einmitt fer á.
* 14 dagar ca í að körfuboltatímabilið byrji aftur hjá UMFÁ.
* 7 tímar í að ég eigi að vera mættur í vinnuna.
* 2 mínútur í að þessi færsla verði tilbúin til birtingar.
* Mínus 2 tímar síðan að stórafmæli mitt hófst en í dag, 28. júlí varð ég þrítugur.

Ég skil vel ef þið hættið að vilja þekkja mig.

Ég er nú þegar búinn að gefa sjálfum mér bæði afmælisgjöf og jólagjöf með því að horfa á myndina Seven í ca 15.000 skipti í faðmi kodda.

Takk ég!

Það var ekkert.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.