miðvikudagur, 2. júlí 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 3. júlí, verður útgáfupartí hjá Atómstöðinni (ens.: Atomstation) en þeir voru að gefa út diskinn Exile Republic (ísl.: Allt í hers höndum). Allir eru velkomnir. Hér eru nánari upplýsingar:
Tímasetning: Fimmtudaginn 3. júlí 2008 klukkan 21:00 og frameftir kvöldi/nóttu.
Staðsetning: Bar 11.
Tilefni: Útgáfuteiti Atómstöðvarinnar á disknum Exile Republic.
Dagskrá: Diskurinn spilaður. Rætt um þróun stýrivaxta. Ókeypis áfengi drukkið af þeim sem mæta tímanlega.
Dresskóði: Enginn.
Mætið! Annars er mér að mæta. Nema ekki, þar sem ég verð á Bar 11, að slamma úr mér augun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.