föstudagur, 4. apríl 2008

Nákvæmlega þegar ég held að allt sé á niðurleið gerist eitthvað svo stórkostlegt að ég get illa tjáð mig án þess að öskra.

Svo virðist sem Mústasskeppni (aka mottukeppni, yfirvaraskeggskeppni) hafi verið sett af stað þann 1. apríl síðastliðinn á 4. hæð vinnu minnar. Ég er einmitt á 4. hæð og mér vex skegg. Ég tek því þátt.

Keppnin stendur yfir í mánuð. Þann 1. maí næstkomandi mun hið mikla "showdown" eiga sér stað með viðeigandi klámmyndatónlist og æstum kvenskara.

Ef þið sjáið fölu, asnalegu og/eða þunnskeggjuðu útgáfuna af Tom Selleck eða Burt Reynolds í Reykjavík eða nágrenni næsta mánuðinn, þá skuluð þið endilega spjalla við hann. Helst um veðrið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.