mánudagur, 14. apríl 2008

Hjá 365 er starfræktur vinnustaðanuddari sem hægt er að panta tíma hjá í gegnum þar til gerða netsíðu.

Hjá 365 er líka starfræktur náungi sem virðist ekki geta fengið tíma hjá þessum umrædda nuddara.

Í fyrsta skipti sem hann átti að fara í nudd var nuddarinn staddur á öðrum stað en venjulega og því varð ekkert úr tímanum.

Í annað skiptið var nuddarinn veikur.

Í þriðja skiptið, í morgun, var forritunarvilla á pöntunarsíðunni sem kom í veg fyrir að hægt væri að panta tíma.

Þessi ákveðni náungi er auðvitað ég. Sami náungi ákvað að skrifa færsluna á þennan hátt þar sem hann er haldinn mjög alvarlegu 3. persónu blæti.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.