Í gær fékk ég gefins gjafakort í bíó og leikhús (af öllum húsum) og fríkort á alla leiki í íslenska körfuboltanum (það sem eftir er af þessari leiktíð) frá vinnunni.
Það eina sem ég þurfti að gera var að vinna eins og geðveikt naut síðasta mánuðinn eða svo, tapa smá geðheilsu, fá stærðarinnar bauga undir augun og drepa og éta nokkra kettlinga. Þegar ég hugsa út í það þá þurfti ég ekkert að drepa og borða þessa kettlinga.
Og ég hef sjaldan verið jafn ánægður með lífið og þegar ég fékk þessa viðurkenningu. Merkilegt hversu slakandi áhrif smá þakklæti hefur á gnístandi tennur og hvítnaða hnúa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.