mánudagur, 21. janúar 2008


Svona lít ég út þessa stundina á suð-vestur horni andlitsins á mér.

Þetta er samt ekki jafn slæmt og það lítur út fyrir að vera. Ég var ekki dreginn í húsasund um helgina og laminn af 15 manns á meðan einn skar mig ítrekað í framan með rambóhníf. Ég skar mig bara við rakstur. Á þremur stöðum á sama svæðinu.

Myndavélasíminn nær þó ekki mikilfengleika þessara sára. Þau eru djúp og flókin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.