Ég óska lesendum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir lesturinn á árinu sem er að líða.
Hér eru listar.
Áramótaheiti mín í ár:
1. Drekka meira áfengi og mæta í partí sem mér er boðið í. Frá september til ársloka var mér boðið í ca 10 partí. Ég mætti í ekkert þeirra. Ég ætla að reyna að ná nýtingunni upp í amk 90% mætingu. Ekki hætta að bjóða mér, vinsamlegast.
2. Halda áfram að þyngja mig með lyftingum og prótein-/kreatín-/glútamínáti. Þegar hingað er komið við sögu hef ég aldrei mælst þyngri, fyrir utan þegar ég svindla á vigtinni. Stefnan er tekin á að verða eðlilegur.
3. Taka mataræðið í gegn. Það gengur ekki til lengdar að borða nánast eingöngu nammi. Ég hyggst skipta namminu út fyrir ávexti og jafnvel smá mat. Það verður erfitt en hvað er það versta sem gæti gerst? Hjartastopp er ekki jafn slæmt og það hljómar.
Framundan á blogginu (þegar ég er kominn aftur til Reykjavíkur):
1. Listi yfir hvað gerðist hjá mér á árinu 2007.
2. Myndir frá jólafríinu mínu.
3. Myndir frá 2ja ára afmæli Arthúrs.
4. Mögulega breytt útlit á síðunni.
Það er við hæfi að byrja árið með upptalningabloggi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.