sunnudagur, 27. janúar 2008

Ég heyrði nýlega einhvern segja að það verði aldrei neinn jafn góður og Jack Nicholson í hlutverki The Joker. Á yfirborðinu kinkaði ég kolli en innra með mér öskraði ég úr hlátri, vitandi af nýja náunganum sem leikur The Joker í Batmanmyndinni sem kemur út í sumar.

Hér er smá upprifjun:



Þetta er Jack Nicholson í hlutverki Jokersins. Alls ekki asnaleg múndering. Af henni að dæma er Sprellarinn (The Joker) miðaldra kelling sem er með blæti fyrir 1985 fötum.




Þetta er hinsvegar Heath Ledger í sama hlutverki, 19 árum síðar. Af þessu útliti að dæma er Sprellarinn geðsjúkur og viðbjóðslegur. Sem kannski lýsir þessum karakter betur.

Leitt að Heath Ledger hafi dáið um daginn, þar sem hann hefði endanlega komist á kortið yfir stórleikara eftir þetta hlutverk, þar sem hann flengir fyrrum Sprellara.

Ég vona að sem flestir séu sammála mér núna. Annars þarf að koma önnur færsla um þetta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.