miðvikudagur, 16. janúar 2008

Ég er orðinn þreyttur á spurningunni "Hvað er eiginlega að þér (hálfvitinn þinn)?" þegar ég segist ekki komast á körfuboltaæfingu, eða þegar ég reyni að kyssa stelpur.

Ég er þó orðinn þreyttari á því að þurfa að útskýra hvað er að mér. Hér kemur útskýringin í myndaformi í þeirri von að ég þurfi aldrei að útskýra það aftur:



1. Taugar í fótunum á mér eru kramdar af vöðvum sem veldur tilfinningaleysi og sársauka á víxl, auk þess sem ég verð haltur við áreynslu. Þarfnast uppskurðar.
2. Skaddaðir liðþófar. Ekki mjög alvarlegt.
3. Álagsverkir í náranum. Ekki spyrja.
4. Ég dofna upp í tveimur puttum vinstri handar annað slagið. Ég veit ekki ástæðuna. Og ég veit ekki af hverju ég merkti við hægri höndina á myndinni.
5. Ég er "mjög geðveikur í fokking hausnum" eins og læknar hafa orðað það.
6. Hjartað mitt er óvenju lítið, dautt og ógeðslegt.

Ég hef því afsökun fyrir öllu sem ég geri og segi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.