Þau leiðu mistök áttu sér stað í hádeginu áðan að ég sullaði smá pizzasósu á samfestinginn sem ég var íklæddur svo myndaðist dökkrauður blettur. Ég hafði þegar verið frekar lengi í hádegishléi og það tekur mig amk hálftíma að keyra heim í Hafnarfjörðinn og til baka, ef ég ætla að skipta um föt. Ég vil síður vera rekinn, þannig að það kom ekki til greina.
Skelfing greip um sig þar sem ég sá fyrir mér samstarfsaðila hlæjandi og bendandi á mig og pizzasósublettinn í samfestingnum.
Sem betur fer náði ég, fyrir mikinn klaufaskap, að hella pizzasósu yfir mig allan í framhaldinu. Nú tekur enginn eftir litla blettinum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.