Í dag lenti ég í heilmiklum ævintýrum.
Í nótt vaknaði ég fjórum sinnum og hélt ég væri að sofa yfir mig. Svo svaf ég yfir mig.
Í vinnunni gekk ég framhjá stelpu sem reyndi að heilsa mér tvisvar með "hæ"-i án þess að fá svar frá mér. Þá hækkaði hún röddina og kallaði svo á eftir mér "hæ" þegar ég var kominn í afgreiðslu mötuneytisins með augun föst á risahrauni. Þá tók ég eftir henni og heilsaði. Svona er ég mikill herramaður.
Eftir vinnu dansaði ég yfir í Dressmann þar sem ég ætlaði að kaupa mér buxur. Þar ég lenti ég á einum rosalegasta sölumanni sem ég hef hitt. Eða kynnst, svo góður var hann. Hann náði að selja mér hluti sem hélt ég myndi aldrei kaupa og láta mig gera hluti sem ég er ekki stoltur af.
Í kvöld ætlaði ég í ræktina en ákvað að fara í bíó í staðinn. Svo ákvað ég að nenna ekki í bíó, þannig að ég ætlaði að þrífa íbúðina, sem ég nennti ekki heldur. Þá ákvað ég að borða ekkert nammi. Það gekk illa. Þannig að ég ákvað að hlaupa bara um íbúðina í sykurvímu. Það gekk ágætlega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.