fimmtudagur, 10. janúar 2008

Í dag fór ég til læknis vegna eymsla í nára annars vegar og af ótta við heilakrabbamein hinsvegar. Einnig vildi ég gjarnan laga þurrkublett sem er að leggja líf mitt í rúst.

Það er skemmst frá því að segja að í fyrsta sinn á ævinni fékk ég lausn allra minna vandamála og það hjá heimilislækni! Ég fékk meira að segja lausn á vandamáli sem ég sóttist ekki eftir að láta lækna.

1. Ég fékk krem sem á að myrða þurrkublettinn, sem ég kýs að kalla Stefán.
2. Á mér var káfað ákaft á nárasvæðinu af mjög huggulegum kvenlækni (sóttist ekki eftir því).
3. Læknirinn fullvissaði mig um að ég væri ekki með heilakrabbamein, heldur að ég væri bara mjög alvarlega geðveikur.
4. Ég losaði mig við 1.000 krónur í heimsóknargjald, en flestir vita að ég á alltof mikið af peningum.

Þessi ferð hefur verið tilnefnd best heppnaða læknaferð síðustu 50 ára.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.