miðvikudagur, 5. desember 2007

Það kom í ljós í körfuboltaleiknum sem fram fór á mánudaginn og ég spilaði í, að ég er haldinn mjög sjaldgæfu afbrigði af hinu stórskemmtilega og sprenghlægilega Tourette heilkenni (smellið á hlekkinn ef þið vitið ekki hvað það er).

Þessi greining átti sér þegar ég stóð á vítalínununni eftir að hafa misnotað mitt fimmta eða sjötta vítaskot. Ef ég man rétt þá öskraði ég "tussastu ofan í helvítis mellan þín" fyrir framan nokkra tugi krakka og foreldra þeirra.

Allavega, þetta heilkenni mitt virðist aðeins fara í gang þegar mér gengur illa. Hér er því um að ræða árangurstengt Tourette heilkenni. Það er ekki jafn skemmtilegt og nafnið gefur til kynna.

Það er því ekki mér að kenna að börn skuli vera að læra ný orð á körfuboltaleikjum UMFÁ. Það er vítanýtingunni minni og heilkenninu mínu að kenna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.