Hér eru nokkrir fréttamolar:
* Í dag reynslukeyrði ég Suzuki Liana 2005 árgerð. Það er hugsanlegt að ég kaupi hann á morgun. Þar sem ég er haldinn lífshættulegum valkvíða finnst mér það þó ólíklegt þar sem hann fæst í þremur litum.
* Ég þjáist af vangefnum fótum, þar sem vöðvar eru að kæfa taugar sem ganga í utanverða ristina og fót, sem veldur öllu í senn; máttleysi í fótum, sársauka og doða. Ég þarf í aðgerð en áður þarf ég að fá tíma í nánari skoðun. Svo þarf ég tíma í uppskurð. Svo þarf ég tíma til að jafna mig. Inn á milli þessara viðburða þarf læknir að hafa samband en þeir taka sinn tíma í það. Áætlaður bati: vorið 2017.
* Ég hef keypt fyndnustu bók í heimi. Hún heitir The Trial of Colonel Sweeto and other stories eftir Nicholas Gurewitch. Hún er að sjálfsögðu í myndasöguformi. Annars væri ég búin að lesa hana eftir ca 6 mánuði.
Annars er ekkert að frétta. Ekkert, eins og "að sitja og stara á vegg í nokkrar vikur"-ekkert.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.