Í gærkvöldi var haldið upp á 2ja ára afmæli Arthúrs með samkomu þar sem Arthúrkaka var snædd í góða vina hópi. Eftir kökuna, sem var frekar sykruð, var spilaður Fussball, pool og borðtennis, áður en nokkrir eyddu restinni af sykurorkunni í að slá í veggi með hnefunum.
Myndir voru teknar en sökum tæknivesens koma þær ekki inn fyrr en á nýju ári.
Ef ég kemst ekki í nettengda tölvu aftur fyrir jól þá óska ég lesendum síðunnar gleðilegra jóla. Passið að borða yfir ykkur. Ef ég kemst hinsvegar í nettengda tölvu fyrir jól; ekkert.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.