Ég er búinn að vera að vinna í allan dag. Ég mætti til 365, þar sem ég vinn, klukkan 8:00 í morgun. Þar vann ég til 18:15, þegar ég tók mér pásu til að keppa einn körfuboltaleik með Álftanesi gegn Glóa (eins og sjá má í síðustu færslu).
Þar vann ég meira. Í þetta sinn með liðinu. Leikurinn fór 73-66 fyrir Álftanesi og náði ég að borga mig inn í byrjunarliðið með daðurslegu líkamstali. Verið er að verka tölfræði leiksins og mun hún birtast hér öllum til gríðarlegs yndisauka.
Eftir leikinn fór ég beint í vinnuna aftur að verka skjöl fyrir mikilvægan fund á morgun. Ég sé ekki fram á að ég verði búinn að því fyrr en um klukkan 01:00 eftir miðnætti.
Það er rétt að taka fram að þessi sigurganga mín endurspeglar engan veginn líf mitt þessa dagana, þar sem mér finnst ég vera talsverður tapari. Stundum skín sól á hundsrassa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.