Ég elska þegar prentarinn snappar um leið og excel frýs þegar einhver maður kemur hlaupandi, biðjandi um gögn fyrir fund sem er að byrja. Ég er nefnilega haldinn stressfíkn og svitablæti.
Og þegar einhver þáttastjórnandi kemur hlæjandi að mér yfir þessum aðstæðum og viðbrögðum mínum við þeim, þá vil ég að það sé á hreinu að ég veit að um falda myndavél er að ræða! Ég vissi það allan tímann. Það þarf mikið skipulag og mikinn undirbúning til að svona mikið getur farið úrskeiðis samtímis. Stórkostlegt. Ég klappa fyrir þér þáttastjórnandi!
Viðbót: Jæja, nú eru 2 tímar liðnir og enginn þáttastjórnandi mættur til að hlæja að mér. Hann ætlar að mjólka þetta atriði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.