Ég tók nokkur vel valin heljarstökk af ánægju um daginn þegar ég frétti að ég ætti um 20.000 vildarpunkta hjá Flugfélagi Íslands. Vildarpunktum safnar maður með óheilbrigðri neyslu og þeim má eyða með enn meiri neyslu, helst hjá Flugfélagi Íslands skilst mér.
Þegar ég ætlaði svo að nota þessa punkta til að bjóða Helga bróðir til Reykjavíkur um helgina rakst ég á skemmtilegan vegg.
Svo virðist sem aðeins örfá sæti í hverja vél eru notuð sem "punktasæti" og þessi sæti er uppseld fram að jólum. Samkvæmt leiðbeiningum á vefsíðu þeirra á maður að panta flugmiðann með amk 3ja daga fyrirvara. Góð ráðlegging.
Ekki nóg með þetta, því að borga með þessum punktum er ekki nóg. Flugfélagið tekur kr. 2.000 í þjónustugjald og skatt upp á rúmlegar 700 krónur á hverja lendingu.
Þannig að far, fram og til baka, til og frá Egilsstöðum myndi kosta mig 18.000 punkta og 3.400 krónur, að því gefnu að ég panti far með 3ja mánaða fyrirvara.
Snilldarþjónusta hjá þessu frábæra einokunarfyrirtæki. Ég er snarhættur í vildarklúbbinum. Ég vildi bara að ég gæti tekið heljarstökkin til baka, þar sem ég lenti einu sinni á andlitinu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.