Ernest Hemingway var eitt sinn beðinn um að skrifa sex orða sögu. Hann gerði það og sagði söguna sitt besta verk, sem segir að stuttsagan sé góð, þar sem bækurnar hans seldust í kílótali. Sagan er eftirfarandi: For sale: baby shoes, never used. (Ísl.: Til sölu: barnaskór, aldrei notaðir. Bömmer.)
Ég var eitt sinn beðinn um að skrifa sex orða sögu, áðan nánar tiltekið af Jónasi. Ég gerði það og segi hérmeð að sögurnar sem ég samdi séu mín bestu verk, sem segir ekkert þar sem allt annað sem ég hef skrifað er rusl.
Allavega, hér eru sögurnar tvær:
I hate fucking kids, PeeWee said. (Ísl.: "Allt vitlaus á kaffihúsinu" sagði PeeWee).
"Ég elska þig!" Internetið svaraði ekki.
Ef einhver hefur sögu, skrifið hana í athugasemdirnar. Ég áskil mér rétt til að gefa söguna út í kilju.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.