þriðjudagur, 30. október 2007

Þegar hingað er komið við sögu er viðhaldskostnaður við bílinn minn kominn yfir kr. 300.000 á ca 22 mánuðum. Hér er svo listi yfir það sem er að honum:

* Þarfnast olíuskipta.
* Bílstjórahurðin er illa einangruð. Hún víbrar þegar ég öskra með lögum.
* Það er sláttur í gólfinu þegar ég beygi bílnum.
* Rúðuþurrkan í bakrúðunni fer í vitlausa átt þegar ég reyni að nota hana (þurrkar ekki rúðuna heldur það sem er fyrir neðan hana. Ekki spyrja.
* Lásinn á framhurðinni er að detta úr.
* Viftudót bílstjóramegin er brotið, einhvernveginn.
* Takkasamlæsing virkar ekki.
* Handfang að skottinu er brotið.
* Mjög pirraður náungi situr oft í honum (ég).
* Öryggispúðaljós í mælaborðinu er stundum kveikt að óþörfu.
* Beyglaður að aftan (fylgdi með í kaupunum).

En hver er ég að kvarta? Ég er ekkert skárri sjálfur. Hér eru mín meiðsl:

* Með biluð hné.
* Með bilaðan neðanverðan hægri fótlegg.
* Með vöðvabólgu sem hverfur ekki.
* Tognaður á handarbaki hægri handar.
* Grænmetisæta.
* Með fullt af gráum hárum.
* Smámunasamur.
* Neikvæður.
* Með bólu við nefið.
* Beyglaður í framan.
* Öskra "mella!" of oft.
* Og svo framvegis.

Ég veit ekki hver ég þykist vera að kvarta yfir bílnum. Ég er heppinn að hann vilji umgangast mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.