þriðjudagur, 16. október 2007

Í dag verslaði ég inn. Eftir að ég kom heim og raðaði innkeyptu efni í ísskápinn og fleiri skápa kom meðleigjandi minn inn og fór í eldhúsið.

Þetta heyrðist í honum skömmu síðar:
"Fuck"
"Ef ég vissi ekki hver væri að leigja með mér myndi ég halda hann vera 250 kíló"
"Hvernig geturðu ekki verið allur í bólum og ógeðslegur?"

Tvennt lærði ég á þessu:
* Ég er ekki ógeðslegur, sem er gott.
* Það mistókst að versla bara hollan mat í dag. Það mistókst eiginlega að versla ekki bara nammi í dag. Sem er vont.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.