mánudagur, 17. september 2007

Í kvöld spilaði körfuboltalið mitt æfingaleik við Laugvetninga á Álftanesi. Leikurinn var ójafn til að byrja með en varð svo ójafnari, þar til honum lauk. Þá var hann ójafnastur. Við töpuðum og sáum að það mátti bæta ýmislegt. Mig minnir að leikurinn hafi farið ca 50-30 (klukkan aldrei stoppuð í 4x10 mínútna leik). Annars var ég svo fullur að ég man varla neitt.

En þá að því sem skiptir mestu máli; gengi mínu í leiknum:

Það var slæmt. Eiginlega verra en það. Ég skoraði lítið og hitti illa. Ég frákastaði þó nokkuð vel og blokkaði 4 skot. Ég missti boltann, á að giska, 750 sinnum.

Ég kýs þó að líta á björtu hliðarnar; gömul fótameiðsl hafa tekið sig upp aftur hjá mér sem gerir mér erfitt fyrir. Það er bjarta hliðin á kvöldinu, svo slæm var frammistaðan.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.