laugardagur, 15. september 2007

Ég er orðinn svo gamall að ég sagði eftirfarandi setningu í dag:

„Mikið ótrúlega keypti ég mér flott hnífaparasett í dag í IKEA. Ég er mjög sáttur!“

Einnig fór ég í fýlu þegar ég komst að því að það var ekki til dökkblátt sturtuhengi í IKEA, sem hefði passað fullkomlega við dökkbláa þemað á salerninu. Ég fann þó dökkbláa göngugrind sem passar við öll mín föt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.