laugardagur, 15. september 2007

Í fyrradag bakkaði ungur maður á mig. Sem betur fer vorum við báðir í bílnum þegar þetta gerðist, ég að horfa á hann bakka á mig, leitandi að flautunni. Ég fann hana rétt eftir að hann var lentur í hliðinni, sem hjálpaði lítið. Hér má sjá skemmdirnar:

Ég kýs að líta á björtu hliðarnar; ég mun fá bílaleigubíl án endurgjalds á meðan Lalli ljón fer til læknis. Sem þýðir að ég get sleppt því að hafa áhyggjur af því að bíllinn springi í loft upp í nokkra daga.

Allavega, þetta er ekki allt.

Í morgun sá ég að einhvernveginn hafði MP3 spilarinn minn brotnað, sem er gott. Ég kaskótryggði hann á sínum tíma, sem þýðir að ég fæ nýjan spilara innan skamms.

Þetta er ekki heldur allt.

Í dag hafa líkamlegu meiðsl mín vegna árekstursins komið í ljós þar sem ég er kominn með kvef í fyrsta sinn í langan tíma. Ónæmiskerfið hefur þannig fallið niður við slysið. Í myndbandinu að neðan má sjá ástand mitt:



Aumingja ég. Karlmannskvef er ekkert til að grínast með.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.