
Fólk á sennilega eftir að halda að ég sé geðveikur að auglýsa eftir derhúfunni minni en hér kemur það samt:
Derhúfan mín er týnd (sjá mynd). Hún hlýðir nafninu Dóra Derhúfa. Ég sá hana síðast þegar hún strunsaði út og skellti á eftir sér í Hafnarfirði eftir býsna harkalegt rifrildi um flösu. Ef einhver hefur séð hana, látið mig vita í síma 867 0533, eða segið henni bara að koma heim.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.