mánudagur, 27. ágúst 2007

Cliff er alltaf hress, enda alltaf blindfullur.

Áðan ætlaði ég að skrifa eitthvað stórbrotið í lófann á mér, svo ég hefði eitthvað til að blogga um eftir hádeginu. Um leið og ég ætlaði að gera þetta, var ég að spjalla við Óla Rúnar um hljómsveitina Cliff Clavin. Þegar ég svo mætti í vinnuna kom í ljós að ég hafði skrifað "Cliff Clavin" í lófann á mér í staðinn fyrir þetta mikilvæga.

Ég verð því að blogga um hljómsveitina Cliff Clavin. Fyndið nafn á hljómsveit. Sérstaklega þar sem póstburðarmaðurinn í Cheers (Ísl.: Staupasteinn) heitir Cliff Clavin líka. Meira hef ég ekki að segja um þessa hljómsveit þar sem ég hef ekkert heyrt frá henni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.