Vífilfell er með skemmtilegan sumarleik í gangi á kókflöskum. Innan á flöskumiðunum er skrifað hvort maður hafi unnið eitthvað eða ekki. Hægt er að vinna hálfan lítra af kók, ipod eða eitthvað annað.
Hér með tilkynnist að ég er sigurvegarinn í þessum leik. Ég vann í gær akkúrat það sem ég þarf á að halda. Það kom mér samt á óvart hversu erfitt var að vinna þetta.
Samkvæmt útreikningum mínum, eins og áður hefur komið fram, eru líkurnar á því að vinna 5 rétta í Lottóinu 1 á móti 501.942. Í þessum kókleik eru nákvæmlega sömu líkur á vinningi, þar sem þetta var flaska númer 501.942 sem ég kaupi.
Ég sæki kókflöskuna sem ég vann sennilega í kvöld, við hátíðlega athöfn, í jakkafötunum mínum. Ég þakka Vífilfelli örlætið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.