Venjulega líta hundar á eftir tíkum og karlmenn á eftir konum. Foreldrar líta eftir börnunum sínum og barnaníðingar líka.
En ekki ég. Í dag leit ég á eftir starfsfólki 10-11 í miðjum verslunarleiðangri þegar þau töluðu um Excelskjalið sem þyrfti að setja tölur í eftir uppgjör. Ég sá skjalið fyrir mér, kviknakið að biðja um tölur og formúlur. Sem betur fer er Excel kvenkyns. Annars gætu strákavinir mínir farið að líta mig hornauga.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.