Til að fylla upp í félagslega þörf mína í gærkvöldi spilaði ég póker á netinu, sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að ég varð í 2. sæti á einu móti og 3. sæti á seinna mótinu. Samtals gerir það $50 (ca kr. 3.000) í verðlaunafé. Merkilegt hvað hótanir um líkamsmeiðingar gera fyrir heppnina.
Þegar þátttökugjaldið á mótunum, kostnaður við þessa spilamennsku (matur og drykkur) og skatturinn af hagnaðnum er dreginn frá, þá skulda ég ríkinu og Visa samtals um $50 (ca kr. 3.000). Ég verð vonandi heppnari næst.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.