Fyrir nokkrum dögum keypti ég mér tvær bækur:
1. The God Delusion eftir Richard Dawkins. Biblía trúleysingja, ef svo má til orðs taka.
2. Gemsinn eftir Stephen King. Biblía geðsjúklinga.
Þessi kaup mín eru talsvert vanhugsuð þegar litið er til þess að ég tek að meðaltali 6 mánuði í að lesa hverja bók. Þessa stundina er ég að lesa bókina Tricks of the Mind eftir Derren Brown, sem er biblía aðdáenda Derren Brown.
Nóg um bækur.
Ég lagaði síðuna örlítið; bætti við upplýsingum um mig og lagaði "Eldri færslur" sem höfðu horfið fyrir einhverju síðan en mér tókst að vekja aftur frá dauðum með hjálp frá heilögu vatni og smá kóðun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.