miðvikudagur, 11. júlí 2007

Þessa dagana birtast viðtöl við nýútskrifaða leikara í "Leikarar framtíðarinnar" í Fréttablaðinu. Enn hefur ekki verið tekið viðtal við mig. Þar sem þetta er mismunun eftir starfstéttum þá leysi ég vandamálið með því að taka viðtal við sjálfan mig, enn eina ferðina:

Aldur?
28,92 ára

Draumahlutverkið?
Maður sem er nuddaður í hverri einustu senu.

Hvíta tjaldið eða leiksviðið?
Hvíta tjaldið, ef ég þarf að velja.

Hverjum er það að kenna að þú fórst í leiklist?
Ég fór ekkert í leiklistina.

Besta æskuminningin?
Að spila fótbolta í Trékyllisvík með bræðrum mínum.

Þú sérð gamla konu missa 5.000 kall, hvað gerir þú?
Ég sé gamla konu missa 5.000 kall. Auðveld spurning.

Hvar er best að vera?
Þar sem ég er ekki.

Myndur þú koma nakin fram?
Með réttri manneskju, já. Fyrir framan myndavélar: Aldrei nokkurntíman. Nema ég fengi borgað auðvitað.

Þú ert orðin of seinn á frumsýningu. Það er rautt ljós en enga löggu að sjá. Hvað gerirðu?
Ég bíð eftir að ljósið verði grænt og blóta mikið.

Hvers getur þú síst verið án?
Mín. Og Risa-Hrauns.

Hefur þú neytt fíkniefna?
Nei, bara áfengis.

Hefur þú kysst einhvern af sama kyni?
Nei, ekki ennþá.

Versta starf sem þú hefur unnið?
Þorskhausaverksmiðjan í Fellabæ. Ég íhugaði alvarlega að byrja í þessu "dópi" sem allir voru að tala um, til að gera daginn bærilegri.

Hvernig bíl áttu?
Peugeot 206, árgerð 2000, rusl.

Ef þú værir einn í heiminum, hvað myndirðu gera?
Strika eitt atriði af listanum yfir það sem ég ætla að gera áður en ég dey.

Hvað þarf mörg hrísgrjón til að mynda hrúgu?
Ég kýs að svara þessari spurningu ekki vegna kynþáttahaturs í spurningunni. Ef þetta er ekki kynþáttahatur þá segi ég foreldra og 2-3 börn.

Hvar pantar þú pítsuna þína?
Heima hjá mér með síma. Ég panta yfirleitt pizzu frá Rizzo.

Hvar er besta videoleigan?
Videoflugan, Egilsstöðum.

Þjóðleikhúsið eða Borgarleikhúsið?
Eða.

Hvernig týpa ertu?
Emogoth, mínus málningin, tilfinningarnar og fötin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.