Það er komið að tölfræðilegum upplýsingum um þessa síðu:
Frá upphafi:
2.876 færslur ritaðar.
1.757 dagar bloggandi (= 4,8 ár)
Það gera 1,64 færslu að meðaltali hvern einasta dag. Samkvæmt prófum sálfræðinga er þetta merki um mikla geðsýki.
Síðastliðinn mánuð:
1.235 heimsóknir á síðuna
41 heimsókn á dag að meðaltali.
Hver gestur hefur eytt 6:42 mínútum á síðunni í hvert sinn. Það þýðir að alls hef ég eytt ca 275 mínútum frá fólki að meðaltali á dag.
Samanburður á tveimur síðustu vikum:
Samkvæmt þessu er síðan á uppleið. Til gamans má geta þess að síða þessi hefur verið á mikilli niðurleið síðustu ár, akkúrat á meðan líf mitt var á mikilli uppleið. Skemmtileg neikvæð fylgni þar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.