Það vita það ekki allir en tiltölulega nálægt jörðinni er risavaxinn hnöttur sem flokkast undir þriðja kynslóð stjarna. Hún er talin hafa myndast eftir höggbylgju frá nærliggjandi sprengistjörnu.
Allavega, það sást til þessarar stjörnu í morgun í Reykjavík en það gerist mjög sjaldan. Ég tók klárlega eftir henni þar sem það var óvenju bjart og talsverður hiti.
Þið sem viljið sjá hana; leitið eftir glóandi hnetti. Það á að vera auðvelt að sjá hann ef það er ekki skýjað. Hérna er hægt að lesa nánar um þennan áhugaverða hnött.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.