Í gær bilaði minn fyrsti og eini utanáliggjandi harður diskur (flakkari) en á honum hafði ég sett allt mitt stafræna efni til öryggis. Í dag fékk ég símtal frá viðgerðarstofunni sem seldi mér hann fyrir tveimur mánuðum síðan: hann er ónýtur og allt efnið sem á honum var glatað að eilífu.
Ég hef þá tapað öllum ljósmyndunum sem ég hef tekið (mörg þúsund), öllum skólagögnum frá háskólagöngu minni og öllu öðru sem ég hugsaði að væri öruggt á þessum flakkara.
Ég örvænti þó ekki.
Væri allt fólk sem ég hef umgengist síðustu ca 5 árin til í að hafa samband og að hitta mig til að setja allar glötuðu myndirnar upp á svið aftur? Ég man uppsetningarnar á þeim öllum meira eða minna.
Um helgina byrja ég svo á heimadæmunum fyrir 1. ár HR.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.